Golfupplifun í skjóli siglfirskra fjalla

 
 

Golf á Sigló er frábær upplifun fyrir kylfinga sem vilja njóta náttúrunnar og sólarlags í skjóli siglfirskra fjalla í útivistarperlu bæjarbúa. Völlurinn er níu holur og  byggður af metnaði í Hólsdal í botni Siglufjarðar.

 
golfvollur_web.jpg
 

Það var mikið um að vera á Sigló Golf um helgina og margir nýir kylfingar sóttu völlin heim

Kylfingar hafa fengið augljósa ástæðu til þess að heimsækja Sigló því golfvöllurinn í Hólsdal í botni Siglufjarðar er enn eitt dæmið um metnaðinn sem einkennir uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Fyrsta starfsár vallarins er sumarið 2018.

Sumarið er yndislegt á Sigló. Hvergi er betra að spila miðnæturgolf en þar, enda snýr fjörðurinn til norðurs og því hægt að fylgjast með nætursólinni tylla sér á hafflötinn. Láttu fara vel um þig og þína á Sigló Hótel.
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar.

siglohotel-AB.jpg

Golfskáli Siglógolf opnar í júlí um mánuði á eftir vellinum sjálfum. Þar verður tekið við vallargjöldum og boðið upp á léttar veitingar frá Rauðku hf. Svo er tilvalið að gista og láta dekra við skig á Sigló hóteli, njóta veitinga á Sunnu eða Hannes Boy og kíkja í kaffi á Kaffi Rauðku við smábátahöfnina.