Klúbbhús tekið í notkun síðar í sumar

Uppkast af SiglóGolf skálanum í Hólsdal eins og hann kemur til með að líta út fullbúinn

Uppkast af SiglóGolf skálanum í Hólsdal eins og hann kemur til með að líta út fullbúinn

Glæsilegur 120 fm golfskáli vallarins verður formlega opnaður síðar í sumar. Húsið stendur hátt og er útsýnið því afar gott, bæði yfir völlinn og út Siglufjörð. Byggingafélagið Berg reisir húsið.

Egill Rögnvaldsson vallarvörður segir mikla spennu á Siglufirði fyrir opnun golfvallarins og ekki síst nýja klúbbhússins í Hólsdal í botni Siglufjarðar. „Um mánaðamót júlí og ágúst verður aðstaðan orðin til fyrirmyndar. Það gengur ljómandi vel að reisa skálann. Nú í lok maí hafa sökklarnir verið steyptir upp og byggingin á áætlun eins og komið er,“ segir hann.

„Við erum stolt af þessari nýju aðstöðu til golfiðkunar á Siglufirði,“ segir hann.