Fyrsta flokks golfvöllur bíður þín á Sigló

 

Kylfingar hafa fengið augljósa ástæðu til þess að heimsækja Sigló því golfvöllurinn í Hólsdal er enn eitt dæmið um metnaðinn sem einkennir Siglfirðinga í uppbyggingu ferðaþjónustu svæðisins. Fyrsta starfsár vallarins er sumarið 2018.

Golfvöllurinn, Siglógolf,  er hluti af Rauðku samstæðunni, félags Róberts Guðfinnssonar, sem hefur byggt upp í hjarta bæjarins síðustu ár – opnað Sigló hótel og veitingastaðina, Sunnu,  Hannes Boy og Rauðku. Þá starfrækir hann líftæknifyrirtækið Genís, sem vinnur að því að bæta líðan og orku fólks með fæðubótarefninu Benecta.

molin.jpg
untitled shoot-6154.jpg
 
 

Níu holur í endurheimtu landi

Golfvöllurinn á  Siglufirði er níu holur, byggður á endurheimtu landi eftir mikið malarnám á svæðinu. Landið hefur því gengið í endurnýjun lífdaga með vellinum, sem er einn sá glæsilegasti. 

Völlurinn er hannaður af verðlaunagolfvallarhönnuðinum og arkitektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni. http://www.edwinroald.com/index.html#about2   Við gerð vallarins var leitað til umhverfisverndarsamtakanna Golf Environment Organization (GEO) um mögulega umhverfisvottun á sviði golfvallargerðar, enda einstakt við völlinn að hann er byggður á fyrrum malarnámusvæði. Með vellinum hefur svæði sem áður var opið sár eftir námugröft, tekið miklum stakkaskiptum. Það má því segja að lagðar séu miklar áherslur á umhverfisvernd við gerð vallarins og að þar sé „grænt golf“ í fyrirrúmi.

„Með vellinum hefur svæði sem áður var opið sár  eftir malarnám tekið miklum stakkaskiptum.“

 
 

Ekki var aðeins horft til þess að endurheimta fegurð landsins við gerð vallarins heldur einnig að endurvekja bleikjugöngu upp Hólsá og Leyningsá. Malarnám á svæðinu hafði raskað því svo fiskgengd var lítil sem engin. Vonir standa til þess að árnar tvær sem liðast um völlin nái fyrra horfi.

Við hönnunina var einnig sérstaklega litið til þess að undirlendi við Siglufjörð er takmarkað. Því skipti samvinna við alla hagsmunaaðila sköpum við gerð vallarins. Þannig liggja göngu- og reiðstígar um völlinn auk þess sem hann er hluti af skógræktarsvæði bæjarbúa. Það gerir umgjörð vallarins einstaka.